Páskar

Komið þið öll sæl nær og fjær,

Tengdó mættu á svæðið síðasta mánudag og við erum búin að hafa það verulega gott. Alexander og Dísa biðu spennt og Matthías sagði strax "amma" og "avi" og var ekki feiminn. Við fengum ýmislegt góðgæti að heiman og stendur hákarlsbitinn þar upp úr og er ég viss um að lesendur slefi nú á lyklaborðið.

Við skelltum okkur í bíltúr á bílaleigubílnum sem er 7 manna og fer vel um alla. Skelltum okkur á skriðdýrasafn hérna í nágrenninu og svo fórum við í regnskógsafn í Randers þar sem við meðal annars sáum óþægilega stóra kyrkislöngu, sem betur fer var hún réttu megin við glerið. Verulega fróðlegt allt saman.

Svo hef ég fengið að leika mér í eldhúsinu og við erum búin að elda hreindýragúllas, sjávarréttarsúpu og kjúklingabringutilraun(uppskrift kemur síðar).
Á morgun er planið að elda villisvín. Já talandi um það við fjölskyldan skruppum yfir landamærin til Þýskalands og prufuðum að versla þar og það var bara alveg ágætt.

Ég hef hef svo sem ekki mikið að segja annað en það að það fer afskaplega vel um okkur og gestina og eðlisþyngdin eykst verulega þessa dagana.

Jæja bless í bili.

Arnar Thor

Ummæli

Helgi sagði…
Þú ert nú ekki svo eðlisþungur. Mest vatn, hmmm!

Vinsælar færslur